24.3.2010 | 01:00
Tja, hvað er nekt í þessu samhengi?
Hver er sú nekt sem bönnuð er spyr ég?
Er átt við toppleysi, og gengur það þá jafnt yfir karlkyns starfsmenn?
Er átt við bera fótleggi?
Er átt við bera handleggi?
Er átt viðber andlit?
Hvar ætla bannararnir að draga mörkin veltir maður fyrir sér, eigum við sem þjóð sem barðist fyrir einstaklingsfrelsi að láta þetta yfir okkur ganga? Ef að banna á alla starfsemi sem "rökstuddur grunur " leikur á glæpastarfsemi og eiturlyfjaneyslu á þá ekki með réttu að banna banka, á ekki að banna heilsuræktarstöðvar og jafnvel alla skemmtistaði?
Hvar nákvæmlega láta bannararnir staðar numið í þetta skiptið? Nú þegar er bannað að mótmæla hlutum(nema jú eftir gefnum skilmálum þeirra sem er verið að mótmæla), fara í verkföll(nema jú þau bitni ekki á neinum) og meira að segja sykra vatn og vonast eftir að einn daginn það verði áfengt.....
Kim Jong Il er líkast til himinlifandi yfir framtaki okkar ágætu þimgmanna, því nú eru fleiri komnir í hans leik.......
Leiknum: bönnum allt sem gæti leitt til betri stunda eftir vinnu landi og þjóð til heilla!
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.