Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Fyrir hönd frónbúa, velkomnir FESTINGAR!!

Minn stærsti ótti er orðinn að veruleika, festingarnir eru komnir!!

Festingur er líklegast sú eina tegund skordýrs sem ekki á eftir að vekja kátínu og gleði í huga barna, alveg sama þó töfravendi Disney/Pixar yrði sveiflað af afli yfir þeim. Náttúra þeirra er þannig að ekki hugnast undirrituðaðum að neinn gæti haft gaman af lífshlaupi þeirra, sem er nokkurn veginn þannig að strax eftir að hinn glaðlegi ungi skríður úr eggi fer hann að leita eðlislægt að hýsil.

Þetta gerir hann með því að hengja sig á strá/grein/hækkun og hangir þar glaðhlakkalegur og bíður eftir að EINHVERT dýr gangi hjá. Þegar hann verður var við víbring tengdan hreyfingu stærri dýra(ekki allar festinga-tegundir hafa augu (Ixodes ricinus)) þá æsist hann upp og krækir sig á feld//klæði/hörund viðkomandi.

Ekki Þeir sækja í hlýja raka staði þannig að krikar eru eftirlæti en þó geta þeir látið sér allt lynda enda glaðhlakkalegir eins og fyrr var nefnt. Nú þegar á bráðina er komið hefst festingurinn handa við að bora bittönnum sínum ásamt rana inn í hörund hýsilsins og virkar raninn með utanáliggjandi tönnum sínum sem akkeri og gerir það erfitt að ná þeim úr aftur er þeir hafa komið sér fyrir. Hafa ber í huga að frá biti til sýkingar á borelliu líða 1-2sólarhringar, þannig að móðursýki er kannski ekki nauðsyn, strax.

Flest öll dýr geta orðið fyrir árásum frá festingum, allt frá selum til fugla og ber því að hafa augun hjá sér eftir snertingu við öll dýr á tímabilinu maí-október þar sem vinnuhitastig festinga er 5gráður og þaðan uppaf. Tímabilið er allt árið er talað er um stærri húsdýr, svosem kindur og nautgripi og önnur dýr er höfð eru á húsi. Athugið lausgangandi húsdýr svosem hunda og ketti reglulega og hafið augum hjá ykkur því einkennin eru nokk augljós ásamt því sem þetta getur og hefur leitt til taugaskemmda.

Sjáanleg einkenni festingabits.  Finnst mér tiltölulega óábyrgt af heilbrigðisyfirvöldum að hafa EKKI reynt að upplýsa okkur um þessa hættu, vissulega eru algengastu einkenni festingabits jú bara pirringur og kláði, EN þau gætu líka verið gigt, síþreyta, taugaskemmdir og tímabundin lömun.

Rannsóknir hafa einnig bent til að dráttur á meðferð geti leitt til sjálfsofnæmis.

 

Mín spurning til yfirvalda er því þessi: Eru fleiri ógnvaldar sem hafa numið land og ykkur láðst að nefna? 


mbl.is Einstaklingur sýktur af skógarmítli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Alti R
Alti R

Alti R heitir drengurinn og er að flyjast aftur heim til Ísland. Hef búið í California undanfarin 12ár með eigin fyrirtæki.

Hef gert margt og reynt margt og hitt marga.

 

Lemmy í Motorhead lýsti mér kannski best: "A nice guy to spend one day with" 

Josh í QOfTSAum mig: "I "

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband